Önnur vísbending eða hvað?

Counter-Strike: Global Offensive.
Counter-Strike: Global Offensive. Grafík/Valve

Aðdáendur leiksins Counter-Strike tóku eftir nýrri vísbendingu um að það sé að styttast í nýjan leik, Counter-Strike 2. Valve-tengdi aðgangurinn „csgo_dev“, birti mynd af verðlaunabikar stórmótsins IEM Cologne, en Valve er framleiðandi leiksins.

Myndina má sjá hér að ofan en Reddit-færslunni sjálfri hefur verið eytt af umsjónaraðilum síðunnar.

Margir trúa því að myndin hafi verið birt til þess að heiðra leikinn Counter-Strike: Global Offensive, sem varð 11 ára á dögunum, og kveðja hann fyrir fullt og allt. Aðrir halda því þó fram að myndin hafi verið birt til þess að halda aðdáendunum á tánum.

Á Reddit-síðu leiksins eru margir að tjá skoðanir sínar og sumir halda því fram að Valve viti að í hvert sinn sem þeir birta færslu fer samfélagið á flug og reyna að tengja saman tvo og tvo.

Valve tilkynnti í vor að leikurinn kæmi á markað í sumar en ekkert bólar á leiknum enn þegar september-mánuður er að ganga í garð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert