Fjórða umferðin klárast í dag

Þrír leikir eru á dagskrá í kvöld í íslensku úrvalsdeildinni …
Þrír leikir eru á dagskrá í kvöld í íslensku úrvalsdeildinni í Counter-Strike. Grafík/RÍSÍ

Í kvöld fara þrír leikir fram í íslensku úrvalsdeildinni þegar fjórða umferð deildarinnar klárast. Leikið verður í nýjum leik, Counter-Strike 2, sem kom út á dögunum.

Fyrsti leikur kvöldsins er viðureign Þór og FH en leikurinn hefst klukkan 19.30. Leikurinn er mikilvægur fyrir bæði lið þar sem sigur í dag kemur öðru hvoru liðinu upp í efstu sæti deildarinnar. FH situr í fjórða sæti deildarinnar með fjögur stig en Þór í því sjötta með jafn mörg stig, en færri unnar lotur. 

Klukkan 20.30 hefst svo viðureign SAGA og Ármanns en Ármann situr í öðru sæti deildarinnar fyrir leikinn í kvöld. SAGA getur með sigri í dag komið sér upp úr botnsætum deildarinnar. 

Síðasti leikur kvöldsins er svo viðureign TEN5ION og ÍBV en lítið hefur gengið upp hjá Eyjamönnum í upphafi tímabils og þurfa þeir að spila vel í dag ætli þeir sér að bera sigur úr býtum gegn TEN5ION sem situr í fimmta sæti deildarinnar.

Hægt er að fylgjast með leikjunum á Twitch-síðu Rafíþróttasamtakanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert