Trúi því að sá sem er nógu góður verði valinn

Aron Jóhannsson í leik með bandaríska landsliðinu.
Aron Jóhannsson í leik með bandaríska landsliðinu. AFP

Bandaríska knattspyrnusambandið boðaði breytingar á dögunum er það lét þýska þjálfarann Jürgen Klinsmann taka poka sinn eftir fimm ár í starfi. Klinsmann hafði mikil áhrif á þróun bandaríska fótboltans á tíma sínum þar en stóðst þó ekki þær væntingar sem gerðar voru til hans. Árangurinn var ekki viðunandi að mati sambandsins og því var ákveðið að breyta til.

Hann var áhrifavaldur í því að fá Fjölnismanninn Aron Jóhannsson til að leika fyrir Bandaríkin, en Aron fæddist í Mobile í Alabama-ríki og er því með tvöfalt ríkisfang.

Klinsmann fór að skoða Aron fyrri hluta árs 2013 og í ágúst valdi þjálfarinn hann í landsliðshópinn en síðan þá hefur Aron leikið 19 landsleiki og gert 4 mörk undir hans stjórn. Aron var þá valinn í 23ja manna hópinn fyrir heimsmeistaramótið í Brasilíu árið 2014, spilaði gegn Gana, og varð þar með fyrsti Íslendingurinn til þess að leika á HM. Aron sér á eftir Klinsmann en er bjartsýnn á framhaldið.

Hafði mikla trú á mér

„Mér finnst það mjög leiðinlegt að Jürgen hafi misst starfið sitt. Hann gaf mér tækifæri hjá landsliðinu i fyrsta skipti fyrir þrem árum; lagði mikla áherslu á að fá mig í liðið og hafði mikla trú á mér. Hann hjálpaði mér mikið innan sem utan vallar. Bruce var ráðinn núna og hann hefur náð góðum árangri áður með landsliðið svo mér líst bara vel á þessa ráðningu hjá þeim,“ sagði Aron við Morgunblaðið í gær.

Ítarlegt viðtal við Aron má sjá í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert