Rúrik lék í sögulegum leik

Rúrik Gíslason.
Rúrik Gíslason. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rúrik Gíslason var í byrjunarliði hjá Sandhausen sem vann góðan útisigur á Kaiserlautern, 1:0, í þýsku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Rúrik spilaði sem vængbakvörður hægra megin og hefur verið að spila í þeirri stöðu undanfarið hjá Sandhausen-liðinu. Um 24 þúsund áhorfendur lögðu leið sína á völlinn í kvöld en sigur Sandhausen var sögulegur þar sem liðið hafði aldrei unnið Kaiserslautern á heimavelli þeirra fyrr.

Sandhausen er í 4. sæti með 35 stig eftir 23 leiki af 34 og er stigi frá Holstein-Kiel í umspilssæti sem hefur 36 stig en á leik til góða.

Kaiserslautern situr á botni deildarinnar með 18 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert