Dönsku Íslendingaliðin úr leik

Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn í hjarta varnarinninar hjá Bröndby.
Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn í hjarta varnarinninar hjá Bröndby. Ljósmynd/Bröndby

Dönsku úrvalsdeildarliðin Bröndby og Midtjylland eru bæði úr leik í Evrópudeildinni í knattspyrnu eftir töp í 3. umferð undakeppninnar í kvöld. Hjörtur Hermannsson var í byrjunarliði Bröndby sem tapaði 3:1-fyrir Braga í Portúgal. Hjörtur lék allan leikinn í hjarta varnarinnar en fyrri leik liðanna lauk með 4:2-sigri Braga í Danmörku og Brönby tapaði því einvíginu samanlagt 7:3.

Þá var Mikael Anderson í byrjunarliði Midtjylland sem tapaði 3:1-fyrir Rangers í Skotlandi. Mikael var skipt af velli á 69. mínútu í stöðunni 3:0 en danska liðið tapaði einvíginu samanlagt 7:3. Þá var Albert Guðmundsson ónotaður varamaður hjá AZ Alkmaar sem vann 4:0-sigur gegn Mariupol frá Úkraínu í Hollandi. Fyrri leiknum í Úkraínu lauk með markalausu jafntefli og AZ Alkmaar fer því áfram í umspilið þar sem liðið mætir Antwerp frá Belgíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert