Ronaldo og Messi ekki meðal þeirra bestu - sjö frá Bayern

Bayern München er Evrópumeistari 2020 og margir leikmenn þaðan eru …
Bayern München er Evrópumeistari 2020 og margir leikmenn þaðan eru meðal þeirra efstu í kjöri UEFA. AFP

Hvorki Cristiano Ronaldo né Lionel Messi komast á blað í kosningu UEFA á bestu leikmönnum Meistaradeildar Evrópu í karlaflokki þetta árið, enda voru Juventus og Barcelona ekki á meðal þeirra liða sem komust lengst í keppninni.

UEFA hefur birt þrjá efstu leikmennina í kosningu um þá bestu í hverri stöðu í Meistaradeildinni en þar greiða atkvæði þjálfarar liðanna 32 sem komust í riðlakeppnina í vetur, sem og 55 íþróttafréttamenn, einn frá hverju aðildarlandi UEFA.

Sjö af þeim tólf leikmönnum sem enduðu í efstu sætunum koma frá Evrópumeistaraliði Bayern München.

Þann 1. október verður síðan opinberað hver er kjörinn besti leikmaðurinn í hverri stöðu en þeir sem urðu í þremur efstu sætunum eru hér fyrir neðan, í stafrófsröð eftirnafna:

Markverðir: Keylor Navas (Kostaríka – Paris Saint-Germain); Manuel Neuer (Þýskaland – Bayern München); Jan Oblak (Slóvenía – Atlético Madrid)

Varnarmenn: David Alaba (Austurríki – Bayern München); Alphonso Davies (Kanada –  Bayern München); Joshua Kimmich (Þýskaland – Bayern München)

Miðjumenn: Thiago Alcántara (Spánn – Bayern München); Kevin De Bruyne (Belgía – Manchester City); Thomas Müller (Þýskaland – Bayern München)

Framherjar: Robert Lewandowski (Pólland – Bayern München); Kylian Mbappé (Frakkland – Paris Saint-Germain); Neymar (Brasilía – Paris Saint-Germain)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert