Fyrsta mark tímabilsins í Hollandi

Albert Guðmundsson skoraði fyrsta mark AZ Alkmaar í kvöld.
Albert Guðmundsson skoraði fyrsta mark AZ Alkmaar í kvöld. AFP

Albert Guðmundsson skoraði fyrsta mark AZ Alkmaar þegar liðið heimsótti Den Haag í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Leiknum lauk með 2:2-jafntefli en Albert skoraði fyrsta mark leiksins á 33. mínútu.

Albert var í byrjunarliði AZ Alkmaar í kvöld og lék fyrstu 82. mínútur leiksins en Ramon Leeuwin leysti hann af hólmi.

Þetta var fyrsta mark Íslendingsins í úrvalsdeildinni á tímabilinu en AZ Alkmaar er í tíunda sæti deildarinnar með 5 stig eftir fyrstu fimm leiki sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert