Kristján sigraði í Belgrað

Kristján Helgason.
Kristján Helgason. mbl.is/Jim Smart

Kristján Helgason sigraði á alþjóðlegu móti í snóker sem fram fór í Belgrað, höfuðborg Serbíu. Kristján lagði Spánverja að velli í úrslitaleiknum. 

Kristján fær 1.600 evrur í verðlaunafé en auk þess fær hann keppnisrétt á Gíbraltar Open-mótinu sem samkvæmt Fréttablaðinu er eitt stærsta snókermót sem haldið er í heiminum. 

Kristján vann  Francisco Sanchez-Ruiz frá Spáni 4:1 í úrslitaleiknum og í undanúrslitum vann hann Shachar Ruberg frá Ísreal 4:1 og Ungverjann Bulcsú Révész 4:1 í 8-manna úrslitum. 

Jón Ingi Ægisson, Pálmi Einarsson og Tryggvi Einarsson kepptu einnig á mótinu en náðu ekki inn í 8-manna úrslit. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert