Hilmar kemst ekki í úrslitin

Hilmar Örn Jónsson kastar sleggunni í Eugene í dag.
Hilmar Örn Jónsson kastar sleggunni í Eugene í dag. AFP/Andrej Isakovic

Hilmar Örn Jónsson komst ekki áfram á heimsmeistaramóti karla í sleggjukasti í Eugene í Oregonríki Bandaríkjanna í dag. Hilmar kastaði lengst 72,72 metra.

Hver keppandi fékk þrjú köst í undanrásunum. Kasta þurfti yfir 77,50 til að tryggja sér sæti í úrslitunum. Ef færri en tólf ná því þá komast þeir sem kasta næst því einnig áfram í tólf manna úrslitalista.  

Hilmar endaði í 12. sæti A-riðilsins og enn eiga 15 fleiri keppendur eftir að kasta í B-riðlinum, sem þýðir að allir þyrftu að kasta styttra en Hilmar, sem verður að teljast nánast ómögulegt. 

Hilmari var raðað inn á HM með 26. besta árangurinn af þeim 30 keppendum sem komust inn á mótið. Íslandsmet hans er 77,10 metrar sem hann setti í Hafnarfirði í ágúst 2020. 

Bandaríkjamaðurinn Daniel Haugh kastaði lengst í A-riðlinum eða 79,34 metra. Annar var Pólverjinn Wojciech Nowicki sem kastaði 79,22 metra. Þriðja var svo Norðmaðurinn Eivind Henriksen sem kastaði 78,12 metra. Þessir þrír voru þeir einu sem náðu lágmarkinu í kastinu í dag. 

Uppfært:
Hilmar endaði í 24. af 30 keppendum á mótinu en 74,67 metrar hefðu nægt til að komast í úrslitin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert