Thomas sigraði örugglega

Rory McIlroy og Justin Thomas voru í síðasta ráshópnum.
Rory McIlroy og Justin Thomas voru í síðasta ráshópnum. AFP

Næstefsti kylfingur heimslistans, Justin Thomas, varði forskot sitt á lokadegi Bridgestone invitational mótsins í Ohio á PGA-mótaröðinni og landaði sigri á 15 höggum undir pari. 

Næsti maður var fjórum höggum á eftir en það var Kyle Stanley. Efsti maður heimslistans, Dustin Johnson, var fimm höggum á eftir en hann lék lokahringinn á aðeins 64 höggum en það var ekki nóg. Johnson gæti því þurft að sætta sig við að Thomas nái efsta sæti heimslistans en það skýrist væntanlega í dag. 

Danir eru að eignast fyrirtaks kylfing í fyrsta skipti síðan Thomas Björn var upp á sitt besta. Thorbörn Olesen lék á 10 undir pari eins og Johnson og var einnig á 64 höggum á lokadeginum. Olesen lék einnig vel á The Open á dögunum og er að skapa sér nafn. 

Rory McIlroy var í síðasta ráshópi ásamt Thomas en hann lék á 73 höggum og lauk leik á 8 undir pari. Tiger Woods lék einnig lokahringinn á 73 höggum og var samtals á parinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert