Ragnhildur til Skive

Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, landsliðskona í handknattleik og leikmaður bikarmeistara Hauka undanfarin ár, er búin að semja til tveggja ára við danska 1. deildarliðið Skive og heldur út í sumar.

„Þetta er allt klappað og klárt. Það er bara mjög spennandi að breyta til og spila í öðru landi. Ég fór út í apríl, skoðaði aðstæður og æfði með liðinu. Mér leist rosalega vel á allt sem að félaginu snýr," sagði Ragnhildur í samtali við Morgunblaðið í gær. Nánar er rætt við hana í blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert