Brasilía vann lærisveina Erlings

Erlingur Richardsson.
Erlingur Richardsson. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Brasilía vann 35:32-sigur á Hollandi, sem leikur undir stjórn Erlings Richardssonar, þegar þjóðirnar áttust við í síðari leik dagsins á alþjóðlega mótinu Gjensidige Cup sem haldið er í Ósló í aðdraganda heimsmeistaramótsins í handknattleik. Ísland tapaði fyrir Noregi á þessu sama móti fyrr í kvöld.

Brasilía var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 18:17, en Holland náði ekki að snúa taflinu sér í vil eftir hlé og mátti sætta sig við þriggja marka tap.

Ísland mætir Brasilíu á laugardag og Hollandi á sunnudag. Erlingur og lærisveinar hans eru eina liðið á þessu fjögurra þjóða móti sem ekki er á leið á HM sem fer fram í Danmörku og Þýskalandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert