Fallið blasir við lærisveinum Óla Stef

Ólafur Stefánsson, þjálfari Aue.
Ólafur Stefánsson, þjálfari Aue. Styrmir Kári

Íslendingalið Aue, sem Ólafur Stefánsson þjálfar, tapaði enn einum leiknum í þýsku B-deildinni í handknattleik karla þegar liðið laut í lægra haldi gegn Grosswallstadt, 24:28, á heimavelli í gærkvöldi.

Aue situr sem fastast á botni deildarinnar með aðeins tíu stig eftir 28 leiki, níu stigum frá öruggu sæti þegar sex umferðir eru óleiknar. Útlitið er því orðið afar dökkt og fall niður í C-deild blasir við.

Í næsta leik mætir liðið Vinnhorst, sem er sæti ofar með 13 stig, í gríðarlega mikilvægum botnslag.

Í gærkvöldi varði Sveinbjörn Pétursson átta skot í marki Aue, þar af eitt vítaskot, og var með rúmlega 29 prósenta markvörslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert