Sveinn Andri í Garðabæinn

Sveinn Andri Sveinsson er genginn til liðs við Stjörnuna.
Sveinn Andri Sveinsson er genginn til liðs við Stjörnuna. Ljósmynd/Stjarnan

Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur komist að samkomulagi við leikmanninn Svein Andra Sveinsson um að leika með liðinu frá og með næsta tímabili.

Sveinn Andri kemur frá Selfossi þar sem hann lék á nýafstöðnu tímabili. Selfyssingar féllu úr úrvalsdeildinni og leika því í 1. deild á næsta tímabili.

Hann er 25 ára leikstjórnandi sem hefur einnig leikið með Empor Rostock í þýsku B-deildinni og Aftureldingu og ÍR hér á landi.

„Sveinn Andri er frábær leikmaður sem hefur mikla reynslu í deildinni sem og erlendis.

Sveinn kemur inn með mikinn kraft og leiðtogahæfileika sem ég býst við miklu af,“ sagði Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, í tilkynningu frá handknattleiksdeild félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert