ÍA semur við Nebojsa

Körfuknattleiksdeild ÍA hefur gert tveggja ára samning við Nebojsa Knezevic …
Körfuknattleiksdeild ÍA hefur gert tveggja ára samning við Nebojsa Knezevic sem þjálfara meistaraflokks karla. Ljósmynd/Körfuknattleiksfélag ÍA

Körfuknattleiksdeild ÍA hefur gert tveggja ára samning við Nebojsa Knezevic sem þjálfara meistaraflokks karla. Ásamt því mun hann einnig sjá um að þjálfa yngri flokka. 

Nebojsa kemur til félagsins frá Skallagrími. Þar þjálfaði hann meistaraflokk kvenna á síðasta tímabili í úrvalsdeildinni áður en liðið var lagt niður á miðju tímabili

Þjálfarinn er einnig gamall leikmaður sem spilaði með bæði Skallagrími og Vestra, hann tók síðan við yngri flokkum Vestra og var þjálfari þar í fimm ár. 

Körfuknattleiksdeild ÍA segir í tilkynningu að félagið ber miklar væntingar til samstarfsins við Nebojsa og að stjórnin viti að reynsla hans og metnaður muni skila liðum ÍA aftur í fremstu röð á næstu árum. ÍA féll úr fyrstu deildinni í vor og mun því leika í annarri deildinni á komandi tímabili. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert