Miklar sveiflur á veiði úr Hlíðarvatni

Frá Botnavík við Hlíðarvatn.
Frá Botnavík við Hlíðarvatn. Kristján Friðriksson

Inni á veiðivefnum flugur.is er að finna samantekt á silungsveiðinni í Hlíðarvatni í Selvogi í sumar sem löngum hefur verið eitt gjöfulasta vatn til bleikjuveiða á landinu. Miklar sveiflur hafa einkennt veiðina þar síðustu árin.

Fram kemur að nú í sumar hafi veiðst samtals 1.205 bleikjur úr vatninu en leyft er að veiða á 14 stangir þótt nýtingin á þeim öllum sé æði misjöfn. Þetta er mikil niðursveifla frá árinu 2016 þegar þar veiddist 3.091 bleikja úr vatninu og margir báru þá von í brjósti að vatnið væri að komast á skrið aftur eftir nokkurra ára niðursveiflu frá 2011.

Þá vekur athygli að úr svokallaðri Botnavík, sem er einn þekktasti veiðistaðurinn við vatnið, veiddust aðeins 10 bleikjur í sumar. Sumarið 2016 veiddist þar hins vegar 221 bleikja og kunna menn ekki skýringar á því annað en að himbrimafjölskylda sem hélt til í víkinni í sumar veiddi grimmt að sögn veiðimanna.

Heildarveiði á ári úr Hliðarvatni frá árinu 2000.
Heildarveiði á ári úr Hliðarvatni frá árinu 2000. flugur.is
Sendu ábendingu um frétt
eða myndir á veidi@mbl.is
mbl.is