Skattar dragi úr hvötum til að skapa verðmæti

„Við höfum bent á það í nokkur ár að eftirspurnarstuðningur á húsnæðismarkaði er ekki árangursríkur og vond meðferð á opinberu fé,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.

Hann er gestur í Dagmálum á mbl.is í dag. Hann bendir á að ríkið verji tugum milljarða í húsnæðisstuðning á hverju ári en sá stuðningur geri lítið annað en að hækka fasteignaverð.

„Við erum að taka tugi milljarða af einstaklingum og fyrirtækjum og draga úr hvata þeirra til að skapa ný verðmæti og veita þeim inn á markað þar sem þeir gagnast lítið,“ segir Björn Brynjúlfur.

Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.

Leyfa á einstaklingum að skapa verðmæti

Spurður hvað stjórnvöld gætu gert til að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja segir Björn að svarið við því sé í stórum dráttum afar einfalt.

„Það snýst í grunninn um að leyfa einstaklingum að búa til ný verðmæti og gera hlutina betur í dag en í gær og styðja við framtak einstaklinga sem fer yfirleitt fram í gegnum fyrirtæki þar sem þeir taka sig saman um að áorka einhverju,“ segir Björn.

Hann segir að það sé gert með ýmsum hætti. Í fyrsta lagi með því að lækka opinber útgjöld því slíkt myndi draga úr verðbólgu og úr þeirri samkeppni sem einkafyrirtæki eru í við opinberar stofnanir um vinnuafl.

„Það þarf líka að lækka skatta en skattar draga úr hvötum til að skapa ný verðmæti,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK