c

Pistlar:

10. febrúar 2018 kl. 16:05

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

74 milljarðar á silfurfati!

Hagvöxtur árið 2016 tók flestum árum fram og almennt var það ár einstaklega gott til sjávar og sveita. Þrátt fyrir að fjármagnshöft hefðu verið afnumin þá styrktist krónan fremur en hitt. Uppgjörið við kröfuhafa og afnám fjármagnshafta var einstaklega vel heppnuð aðgerð, aðgerð sem engan gat rennt í grun að myndi takast svo vel. Margur spekingurinn taldi að eina leiðin til að afnema höft væri að ganga í Evrópusambandið og láta það rétta okkur evru. Eða bara yfir höfuð, að höft yrðu hér um aldur og ævi. Þess í stað bar svo við í árslok 2016 að erlend staða íslenska þjóðarbúsins hafði aldrei verið betri.

Nóg um það. Tíðindi vikunnar birtust án efa í tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að verðmæti stöðugleikaeigna hefði aukist um fimmtung. Lét lítið fyrir sér en þar með fékk ríkissjóður 74 milljarða króna á silfurfati. En ein staðfesting á því hve einstaklega vel heppnuð sú aðgerð var sem kynnt var 8. júní 2015 með eftirminnilegum hætti í Hörpu. Heildarumfang vandans sem tekið var á í aðgerðaráætlun stjórnvalda, sem þá voru kynntar, nam um 1.200 milljörðum króna. Eignirnar fólust í krónueignum slitabúa fallinna fjármálastofnana að fjárhæð 500 milljarða, kröfum slitabúanna í erlendri mynt gagnvart innlendum aðilum að fjárhæð 400 milljarða og aflandskrónum í eigu erlendra aðila að fjárhæð 300 milljarða. Með afnámsáætlun stjórnvalda var komið í veg fyrir að þessar eignir flæddu inn á gjaldeyrismarkað og hefðu þannig neikvæð áhrif á greiðslujöfnuð þjóðarbúsins.

Skattur eða framlag?

Líkt og kunn­ugt er var heim­ilað með laga­setn­ingu 2015 að slita­bú fall­inna fjár­mála­fyr­ir­tækja gætu greitt stöðug­leikafram­lag í stað greiðslu stöðug­leika­skatts. Svokölluð gullrót og kylfa. Seðlabanki Íslands veitti stöðug­leika­eign­un­um viðtöku en verðmæt­in hafa runnið í rík­is­sjóð. Stöðug­leika­eign­ir voru í meg­in­at­riðum flokkaðar í laust fé, fram­seld­ar eign­ir, skil­yrt­ar fjár­sóp­seign­ir og fram­lög vegna viðskipta­banka og nam ætlað virði þeirra sam­tals 384,3 milljarðar króna.stöðugl

Nú er endanleg mynd að færast á málið eins og sést ágætlega á meðfylgjandi mynd sem tekin er úr ágætri umfjöllun í Morgunblaðinu í dag. Í frétt fjármála- og efnahagsráðuneytisins segir: „And­virði þeirra stöðug­leika­eigna sem búið er að inn­leysa, að meðtöld­um vaxta­tekj­um og arðgreiðslum, frá árs­byrj­un 2016 nem­ur alls um 207,5 milljarðar króna. Þess­um fjár­mun­um hef­ur lög­um sam­kvæmt verið ráðstafað inn á stöðug­leika­reikn­ing í eigu rík­is­sjóðs í Seðlabanka Íslands og þeir nýtt­ir til að greiða niður úti­stand­andi skuld­ir rík­is­sjóðs, til að mæta tekjutapi vegna sér­staks skatts á fjár­mála­fyr­ir­tæki og til að fjár­magna líf­eyr­is­skuld­bind­ing­ar. Til viðbót­ar gera áætlan­ir ráð fyr­ir að tekj­ur stöðug­leikafram­laga á yf­ir­stand­andi ári nemi um 63 milljarðar króna. Sam­tals má því gera ráð fyr­ir að um 270 milljarðar króna. hafi skilað sér til rík­is­sjóðs á í lok árs 2018,“ seg­ir m.a. í frétt fjár­málaráðuneyt­is­ins. Þar seg­ir einnig að með söl­unni á Lyfju hf. í opnu sölu­ferli sé ráðstöf­un stöðug­leika­eigna í um­sýslu Lind­ar­hvols lokið. „Fé­lagið hef­ur með söl­unni komið lang­stærst­um hluta þeirra eigna sem því var fal­in um­sýsla með í laust fé. Sam­komu­lag er um það milli stjórn­ar Lind­ar­hvols og fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is­ins að fella við svo búið niður samn­ing sem ráðuneytið gerði við fé­lagið í apríl 2016 um úr­vinnslu og um­sýslu stöðug­leika­eigna frá og með 7. fe­brú­ar. Í kjöl­farið verður Lind­ar­hvoli ehf. slitið.

Ekki útséð með frekari verðmætaaukningu

Þær tak­mörkuðu stöðug­leika­eign­ir sem eft­ir standa eru þess eðlis að virði þeirra verður best end­ur­heimt með tíð og tíma. Að stærst­um hluta er um að ræða kröf­ur í þrota­bú og önn­ur inn­heimtu­mál, lána­samn­inga, fjár­sóp­seign­ir og skulda­bréf Kaupþings, auk af­komu­skipta­samn­ings sem teng­ist sölu á Ari­on banka. Um­sýslu og eft­ir­liti með um­rædd­um eign­um verður áfram sinnt í umboði rík­is­sjóðs og mun and­virði þeirra skila sér inn á stöðug­leika­reikn­ing rík­is­sjóðs við fulln­ustu. Til viðbót­ar eru nokkr­ar óveru­leg­ar stöður í óskráðum hluta­bréf­um og verður um­sýslu þeirra komið fyr­ir í hönd­um viðeig­andi rík­isaðila. En gætu verðmæti þeirra eigna sem aðgerðir stjórnvalda beinast að hækkað í verði, landsmönnum til hagsbóta.

Það skal tekið fram að þau viðhorf sem birtast í þessum pistli eru eingöngu höfundar og á hans ábyrgð.