c

Pistlar:

21. júlí 2018 kl. 13:31

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Ótrúleg nýting í íslenskum sjávarútvegi

Veru­leg­ur mun­ur er á nýt­ing­ar­hlut­falli þorsks á Íslandi ann­ars veg­ar og í Fær­eyj­um og Kan­ada hins veg­ar. Þetta kem­ur fram í nýrri grein­ingu Íslenska sjáv­ar­klas­ans og Arctica Fin­ance. Greiningin hefur ekki enn verið birt og því forvitnilegra að fara í gegnum grein Morgunblaðsins í vikunni um málið en þar var fyrst sagt frá niðurstöðunni. Þar kemur fram að ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur nýt­ir núna hvorki meira né minna en 80% af þyngd alls þorsks sem veidd­ur er. Í Fær­eyj­um er þetta hlutfall 53% og ekki nema 46% í Kanada. „Við telj­um að í þessu fel­ist mik­il tæki­færi fyr­ir Íslend­inga,“ hafði Morgunblaðið eftir Þór Sig­fús­syni, stofn­anda Sjáv­ar­klas­ans. Þór benti réttilega á að við Íslendingar höf­um náð góðum ár­angri í að bæta nýt­ingu á afla og eig­um heimsklassa­fyr­ir­tæki á ýms­um sviðum sem gætu skapað verðmæti úr því hrá­efni sem fer til spill­is í öðrum lönd­um.

Það er mikill fengur að skýrslum Sjávarklasans sem áður hefur verið vitnað til á þessum vettvangi en stundum undrast maður skort á fræðilegri greiningu á sjávarútveginum. Sérstaklega virðist háskólasamfélagið láta sjávarútveginn framhjá sér fara með heiðarlegum undantekningum þó. Er nú svo komið að fólk skilur ekki mikilvægi og hlutverk íslensk sjávarútvegs í samfélaginu. Það sést ágætlega á dæmalausri umræðu um að nýtt hafrannsóknarskip sé gjöf til útgerðarinnar! Hvernig má það vera? Skipinu er ætlað að halda úti fræðilegum rannsóknum á lífríki sjávar við strendur landsins. Það má segja að afkoma okkar byggist á því. Auðvitað hljóta sameiginlegir sjóðir að standa undir slíku. Sjávarútvegurinn hefur hins vegar sjálfur oft komið að því að styðja við veiðitengdar rannsóknir eins og togararallið sýnir. Með rökum má segja að ríkisvaldið ætti að borga fyrir slíkt en það er ekki gert. En svona bull veður uppi alla daga.sjávar

Hálf millj­ón tonna í húfi

Þór benti á í viðtalinu við Morgunblaðið að ef áðurnefnd hlutföll um nýtingu væru yf­ir­færa á all­ar þorskveiðar á heimsvísu og ís­lenska nýt­ing­ar­hlut­fallið notað sem viðmið þá myndi það jafngilda að sam­tals hafi allt að 571.000 tonn af þorskaf­urðum farið til spill­is árið 2016, farið ým­ist beint í sjó­inn eða í land­fyll­ing­ar. Það ár veidd­ust sam­tals 1,33 millj­ón­ir tonna af atlants­hafsþorski. Á Íslandi, í Kan­ada og Fær­eyj­um eru því um 123.000 tonn af þorski sem fara for­görðum. „Mikl­um verðmæt­um er sólundað en um leið sýna töl­urn­ar hve gott tæki­færi er til staðar ef fisk­veiðiþjóðum heims tæk­ist að gera bet­ur í þess­um efn­um,“ segir Þór.

Þór segir í viðtalinu að marg­ir af þeim sprot­um sem hafa verið að þróa aðferðir til að fram­leiða t.d. pró­tín og kolla­gen úr hliðar­af­urðum í sjáv­ar­út­vegi séu rétt að slíta barns­skón­um og að það þurfi bæði tíma og fjár­magn til að ráðast í vel heppnaða út­rás með tækja­búnað og hug­vit, eða til að flytja inn hliðar­af­urðir frá öðrum lönd­um til full­vinnslu hér á landi. „Ég hugsa að saga margra þess­ara fyr­ir­tækja geti orðið svipuð og hjá Lýsi, sem byrjaði smátt á sín­um tíma en er í dag orðið vold­ugt fyr­ir­tæki í heimsklassa sem vinn­ur verðmæta vöru bæði úr inn­lendu og er­lendu hrá­efni og sel­ur um all­an heim.“ Undir það má taka.

Ísland verður fyrirmyndin

Á sum­um stöðum eru aðstæður samt þannig að ill­mögu­legt er fyr­ir sjáv­ar­út­veg­inn að ná jafn­góðri nýt­ingu og á Íslandi. Því til sönnunar nefn­ir Þór af­skekkt­ar byggðir eins og í Alaska þar sem tak­markað fram­boð á raf­magni og erfiðir flutn­ing­ar standa betri nýt­ingu fyr­ir þrif­um. Hann bendir á athyglisvert samhengi: „Í viss­um til­vik­um er skýr­ing­in á því að ekki hafa orðið meiri fram­far­ir einkum sú að lög kveða á um að veiðar og vinnsla megi ekki vera á sömu hendi. Hef­ur það haft þau áhrif að draga mjög úr skiln­ingi veiðimanna á full­vinnslu og myndi ekki ein­göngu þurfa að inn­leiða nýja tækni á þess­um stöðum held­ur líka fá þá sem vinna við grein­ina til að temja sér nýtt hug­ar­far.“

Aðspurður hvar best væri að byrja út­rás­ina nefn­ir Þór fyrst af öllu Nor­eg. Þar hafa út­gerðir og vinnsl­ur verið að ná æ betri ár­angri við full­vinnslu og reynt að fylgja for­dæmi ís­lensks sjáv­ar­út­vegs. Íslensk fyr­ir­tæki hafa þegar komið að full­vinnslu­verk­efn­um í Banda­ríkj­un­um og hugsanlega felast tækifæri í kaup­um rúss­neskra út­gerða á ís­lensk­um skip­um og vinnslu­búnaði. 

Fjöldi nýrra ís­lenskra fyr­ir­tækja vinur að því að bæta meðferð og nýt­ingu afla og þannig skapa meiri verðmæti úr hverju kílói af fiski sem dregið er úr sjó. Þessi fyr­ir­tæki hafa fundið hug­vit­sam­leg­ar leiðir til að bæta kæl­ingu og blæðingu, eða breyta auka­af­urðum í hrá­efni til fæðubót­ar­efna- og lyfja­gerðar.

Tækni og þekking til að selja

„Lýs­is- og mjölvinnsla auk hausaþurrk­un­ar eru vita­skuld þær aðferðir sem við höf­um mesta reynslu af en í gegn­um sam­vinnu rann­sókn­ar­stofn­ana, há­skóla og fyr­ir­tækja eru nýj­ar lausn­ir að koma fram á sjón­ar­sviðið og nýt­ast til að gera áhuga­verða sölu­vöru,“ seg­ir Þór og bæt­ir við að nú sé lag að blása til sókn­ar. „Ég tel að við eig­um að fara mark­visst í það að selja þessa tækni og þekk­ingu út í heim líkt og við höf­um þegar gert á sviði fisk­vinnslu­tækja.“

Að mati Þórs hafa er­lend­ir aðilar greini­lega áhuga á því að nýta sér reynslu Íslend­inga á þessu sviði og þykir þeim eft­ir­tekt­ar­vert hve góðum ár­angri ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur hef­ur náð við að há­marka full­nýt­ingu teg­unda á borð við þorsk. „Ég vil sjá ís­lensku frum­kvöðlana vinna meira sam­an að því að markaðssetja nýja þekk­ingu og tækni á þessu sviði. Það mun taka tíma að fá fólk til að „klasa sig sam­an“ en ég er sann­færður um að það tekst á end­an­um ef við bara hefj­umst handa.“

Það skal tekið fram að þau viðhorf sem birtast í þessum pistli eru eingöngu höfundar og á hans ábyrgð.