c

Pistlar:

13. febrúar 2021 kl. 13:16

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Laxinn verður stöðugt mikilvægari

Margir muna án efa eftir fyrirtækinu Stofnfiski sem stofnað var árið 1991 til þess að framleiða hrogn. Í dag er fyrirtækið í eigu erlendra fjárfesta og starfar undir nafninu Benchmark Genetics Iceland. Síðasta ár var gott fyrir rekstur fyrirtækisins og stöðug aukning í sölu á hrognum og hrognkelsum eins og kemur fram í viðtali fylgirits Morgunblaðsins, 200 mílur, við Jónas Jónasson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Frá því að Benchmark Holding plc group keypti fyrirtækið árið 2014, hefur veltan nánast þrefaldast og er nú rétt innan við fjóra milljarðar króna. Benchmark Holding er skráð í Bretlandi og er als með um 800 starfsmenn á sínum snærum. Það er mikil fengur að félaginu fyrir íslenskt atvinnulíf en það stendur nú í miklum fjárfestingum, stundar hátæknistarfsemi og veitir um 80 manns atvinnu, þar af 14 erfðafræðingum. Afkoma félagsins hefur verið sögð ævintýraleg.stofn

Þessi aukni áhugi á lax og laxaafurðum er líklega helsti vöxtur í íslenska hagkerfinu um þessar mundir og útflutningsverðmæti laxaafurða hafa aukist ár frá ári. Augljóslega er komin mikil þekking inn í greinina með erlendu áhættufjármagni og hefur laxeldi nú þegar haft veruleg og jákvæð áhrif á byggðaþróun víða úti á landi. Að þessu hefur áður verið vikið í pistlum hér.

En víkjum aftur að Benchmark Genetics Iceland eins og greint er frá fyrirtækinu í 200 mílum. Staðsetning fyrirtækisins á Íslandi er mikilvæg en Jónasar upplýsir í viðtalinu að greinin hefur orðið fyrir nokkrum breytingum með alþjóðavæðingu viðskipta undanfarin ár. Nú sé hægt að flytja hrognin um heim allan og hefur samstarfið við móðurfélagið breytt viðhorfi til félagsins. Jónas segir að sú breyting að fyrirtækið varð hluti af alþjóðlegri starfsemi móðurfélagsins sé alþjóðlegur gæðastimpill sem vottar í augum kaupenda að um sé að ræða stöndugt fyrirtæki með mikla gæðaafurð. Jónas segir að starfsemin muni halda áfram að vera hér á landi og ekki síst vaxa á komandi árum. Eigendur félagsins átti sig á að Ísland er í lykilstöðu til að geta afhent seiði allt árið.

Stefnt að stækkun

Fyrirtækið seldi 120 milljónir laxahrogna í fyrra og að sögn Jónasar virðist gegndarlaus eftirspurn eftir laxi í heiminum. Fólki líkar hann mjög vel, þetta er hollur matur, auðvelt að matreiða og mjög ljúffengur. Það er mjög mikil og aukin eftirspurn. Í þessu ljósi hafa eigendur Benchmark skoðað hvernig staðan er á Íslandi og nú er komin sú staða að hrognahús þeirra eru orðin of lítil. Unnið er að því að stækka aðstöðu félagsins í Vogunum. hafin er vinna við stórt hrognahús. Stefnt er að því að nýtt hrognahús fyrirtækisins í Vogunum verði tekið í notkun næsta sumar. Um er að ræða hátæknibyggingu sem gerir fyrirtækinu kleift að auka gæði hrognanna og auka við framleiðsluna til að mæta aukinni eftirspurn sem menn sjá fyrir sér að verði mikil á komandi árum. „Það sem er að gerast í heiminum í dag er að það er mikil bylgja í að ala lax á landi,“ útskýrir Jónas í viðtalinu við 200 mílur og vísar til stórra eldisstöðva sem reistar hafa verið á landi í Bandaríkjunum, Noregi, Rússlandi, Kína og fleiri stöðum.stofn2

Merkilegt vísindastarf

Á bak við framleiðsluna er mikið kynbótaverkefni þar sem sífellt er unnið að því að betrumbæta stofnana. Jónas segir í viðtalinu að gríðarlegt vísindastarf liggja að baki laxastofnsins sem fyrirtækið framleiðir, en hann ber nafnið Stofnfiskur og nýtur félagið áratuga rannsókna og þróunar hér á landi. Benchmark hefur á sínum snærum 14 erfðafræðinga sem vinna að því að skoða og kortleggja erfðaefni laxins. Innan Benchmark er því mjög öflugt vísindateymi, bæði erfðafræðingar og líka sameindaerfðafræðingar sem eru að kortleggja erfðamengi laxins. Fyrirtækið er með vísindadeild og er í samstarfi við Háskóla Íslands og Hafrannsóknastofnun. Það er sannarlega ánægjulegt að fá innsýn inn í rekstur slíks félags.