90 Volvo bifreiðar innkallaðar

mbl.is/Eggert

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um innköllun á 90 Volvo XC60, V60, V60cc, S60, XC70, V70, S60cc bifreiðum af árgerðinni 2016.

Ástæða innköllunarinnar er að meðan á akstri stendur getur vélartölva bílsins endurræst sig sem veldur truflun á rafkerfi bílsins, að því er segir á vef Neytendastofu.

Viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf frá Brimborg vegna þessarar innköllunar.

mbl.is