Leggja nýjan streng fyrir hleðslu rafbíla

Það verður æ algengara að sjá bíl í hleðslu hér ...
Það verður æ algengara að sjá bíl í hleðslu hér á landi.

Húsfélag í Reykjavík hefur ákveðið að setja upp streng fyrir hleðslu rafbíla í bílageymslu húsnæðisins.

Í framhaldi verður mögulegt fyrir íbúa að fá hleðslustöð í hvert stæði, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Formaður húsfélagsins segir mikinn áhuga á rafbílavæðingu og allir taki þátt í grunnkostnaðinum. Þá ýti þetta undir að rafbílar verði raunverulegur valkostur.

Bloggað um fréttina