BL opnar vefverslun

Í vefverslun BL.
Í vefverslun BL.

BL hefur opnað vefverslun og markast opnunin til að byrja með af lífsstílstengdum vörum frá BMW Group sem framleiðir og selur BMW og Mini.

„Á vefsíðunni kennir ýmissa grasa, svo sem þrifapakkar, bolir, húfur, töskur, úr, lyklakippur, sólgleraugu og ýmislegt fleira,“ segir í tilkynningu um opnun vefverslunar BL.

Hægt er að kynna sér vöruúvalið undir hnappnum Verslun á heimasíðu BL.is

mbl.is