Bílasala bara fyrir konur

Saudi-arabískar konur skoða úrvalið í nýrri bílasölu í Jeddah sem ...
Saudi-arabískar konur skoða úrvalið í nýrri bílasölu í Jeddah sem eingöngu er fyrir konur. AFP

Bílasala bara fyrir konur hefur verið opnuð í borginni Jeddah í Saudi-Arabíu.

Þar í landi hefur verið rýmkað á heimildir til kvenna að keyra bíl en við slíku lá þung refsing þar til ekki fyrir svo löngu.

Á myndinni sem tekin var í fyrirtæki sem annast bílasölu í hafnarborginni við Rauða hafið má sjá nokkrar konur spóka sig um í sýningarsalnum. Þar er að finna úrval bíla frá ýmsum framleiðendum.   

Það fylgir svo fregnum, að einungis konur eru í starfsliði bílasölunnar.

mbl.is