Volvo XC40 bíll ársins

Volvo XC40 er Evrópubíll ársins 2018.
Volvo XC40 er Evrópubíll ársins 2018. AFP

Volvo XC40 hefur verið valinn bíll ársins í Evrópu og mun það í fyrsta sinn sem sænski bílsmiðurinn hreppir þá eftirsóttu viðurkenningu.

Volvo XC40 var kosinn bíll ársins með 325 atkvæðum 60 evrópskra bílablaðamanna frá 23 löndum. Í öðru sæti varð Seat Ibiza með 242 atkvæði, í þriðja sæti BMW 5-serie með 226 atkvæði, í fjórða sæti  Kia Stinger með 204, í fimmta sæti Citroën C3 Aircross með 171 atkvæði, í sjötta sæti Audi A8 með 169 atkvæði og í sjöunda og síðasta sæti Alfa Romeo Stelvio með 163 atkvæði.

Í fyrrahaust voru úrslitabílarnir sjö valdir úr hópi 37 bíla sem tilnefndir voru í forvali.

Tilkynnt var um úrslitin í valinu við upphaf bílasýningarinnar í Genf. Eini norski blaðamaðurinn í dómnefndinni segir að valið hafi verið auðvelt. Hann setti Volvobílinn í efsta sæti (12 stig) og hin tvö atvkæði hans fóru til Audi A8 og Citroën C3 Aircross.

Bíll ársins í Evrópu var fyrst kjörinn árið 1994 og hefur titilinn hlotnast eftirtöldum módelum:

1994: Ford Mondeo
1995: Fiat Punto
1996: Fiat Bravo
1997: Renault Megane Scenic
1998: Alfa Romeo 156
1999: Ford Focus
2000: Toyota Yaris
2001: Alfa Romeo 147
2002: Peugeot 307
2003: Renault Mégane
2004: Fiat Panda
2005: Toyota Prius
2006: Renault Clio
2007: Ford S-Max
2008: Fiat 500
2009: Opel Insignia
2010: Volkswagen Polo
2011: Nissan Leaf
2012: Opel Ampera
2013: Volkswagen Golf
2014: Peugeot 308
2015: Volkswagen Passat
2016: Opel Astra
2017: Peugeot 3008

mbl.is