Fjöldi ökumanna veit ekki af hækkun

Stöðumælavörður að störfum í miðborg Reykjavíkur.
Stöðumælavörður að störfum í miðborg Reykjavíkur. mbl.is/RAX

„Það er að mínu mati ekki komin marktæk reynsla á þetta. Sumir vita ekki einu sinni að sektir hafi verið hækkaðar jafnmikið og raun ber vitni,“ segir Runólfur Ólafsson, formaður FÍB, um hækkun sekta vegna umferðarlagabrota.

Í grein Morgunblaðsins í gær kom fram að lögreglan hefði ekki orðið vör við neina breytingu á hegðun ökumanna eftir að sektir hækkuðu talsvert um nýliðin mánaðamót. Nú eru sektir allt frá 20.000 krónum, fyrir akstur án öryggisbeltis, til 320.000 króna fyrir alvarlegustu umferðarlagabrot.

Runólfur segir ýmsu ábótavant í kynningu stjórnvalda á hækkun sekta og töluverður fjöldi fólks viti ekki af hækkununum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: