Audi frumsýnir ofurrafbíl á Völuströnd

Myndin sem Audi hefur sent frá sér af PB18 e-tron ...
Myndin sem Audi hefur sent frá sér af PB18 e-tron rafbílnum segir fátt annað en að hann hraðahindranir verði houm til trafala sakir þess hve lágt hann liggur yfir veginum.

Í ljósi hvers sigursins af öðrum á tvinnbílum í franska sólarhringskappakstrinum í Le Mans hafa áhugamenn beðið eftir öflugum sportbíl frá Audi með tvíaflsrás.

Nú er útlit fyrir að Audi hafi ákveðið að stytta sér leið og smíða ofuröflugan hreinan rafknúinn sportbíl; sneiða framhjá tvinntækninni.

Þannig má álykta útfrá bílnum nýja sem Audi ætlar að heimsfrumsýna á hinni árlegu og vinsælu eðalbílasýningu í Pebble Beach í Kaliforníu í Bandaríkjunum.  

Þar er um að ræða hreinan ofursportbíl knúinn rafmagni einvörðungu.
Hann hefur hlotið nafnið Audi PB18 e-tron. PB stendur einmitt fyrir  Pebble Beach og 18 e-tron skírskotar til sigursælu tvinnbíla Audi í Le Mans á undanförnum árum.

mbl.is