Prófa bílstjóralausan taxa

Í Tókýó í gær. Fyrsti reynsluakstur sjálfekna leigubílsins sem Toyota …
Í Tókýó í gær. Fyrsti reynsluakstur sjálfekna leigubílsins sem Toyota þróar í samvinnu við Uber.

Japanski bílsmiðurinn Toyota hefur gengið til liðs við skutlmiðlunina Uber um þróun og smíði sjálfekinna leigubíla. Hefur Toyota í þessu sambandi fjárfest í Uber fyrir 500 milljónir dollara.

Frumgerð hins bílstjóralausa leigubíls eru þegar hafnar en markmið Toyota og Uber er að sjálfeknir leigubílar verði komnir í notkun í Tókýó þegar ólympíuleikarnir í Japan hefjast árið 2020.

Greinendur segja ákvörðun Toyota til marks um að fyrirtækið sé komið á fleygiferð í þróun og smíði sjálfekinna bíla framtíðarinnar.  Þar sé japanski bílsmiðurinn að hasla sér völl á vígvelli sem býður upp á harða samkeppni við helstu bílaframleiðendur heims og tæknirisa á borð við Google og Alibaba.

Tæknibúnaður frá bæði Toyota og Uber verður samþættuð fyrir nýja bílinn. Í fyrsta fasa bílþróunarinnar munu mörg hundruð bíla taka þátt, að sögn talsmanns Toyota.  Samningur Uber og Toyota mun vera sá fyrsti  sinnar tegundar.

mbl.is