Nýr Sprinter frumsýndur hjá Öskju

Askja kynnir nýjan Sprinter á laugardag.
Askja kynnir nýjan Sprinter á laugardag.

Nýr Mercedes-Benz Sprinter verður frumsýndur hjá atvinnubíladeild Öskju að Fosshálsi 1 nk. laugardag klukkan 12-16.

„Þetta er þriðja kynslóð þessa vinsæla og dugmikla sendibíls sem mætir nú til leiks í nýrri og enn betri útgáfu. Hann er búinn nýjustu tækni og verður fáanlegur með átta mismunandi yfirbyggingum,“ segir í tilkynningu frá Öskju.

Ný kynslóð bílsins hefur tekið þó nokkrum breytingum að innan sem utan. Innanrýmið hefur verið endurnýjað að miklu leiti til að gera vinnuaðstöðu ökumanns enn betri en áður, ný innrétting, aukin þægindi og meiri tækni verða í nýju útgáfunni.

Sprinter verður nú í boði með framhjóladrifi í fyrsta skipti og sömuleiðis með leyfða heildarþyngd að 5,5 tonnum. Öryggisbúnaður Sprinter hefur verið aukinn til muna frá fyrri gerð og verður m.a. fáanlegur með 360° myndavélum.

„Þetta er í fyrsta skipti sem Sprinter verður í boði með framhjóladrifi og 9G-Tronic sjálfskiptingu. Bíllinn er því léttari en áður en það eykur einnig burðargetu hans.“ Segir Hannes Strange nýr sölustjóri Mercedes-Benz atvinnubíla hjá Öskju. „Hann fæst í fjölmörgum grunnútfærslum með 8 mismunandi yfirbyggingum. Við erum gríðalega spennt að fá að kynna nýjan Sprinter“.

Mercedes-Benz Sprinter er vinsælasti atvinnubíll þýska bílaframleiðandans en sendibíllinn kom fyrst á Evrópumarkað árið 1995.

mbl.is