GM innkallar 1,2 milljónir bíla

Bandaríski bílrisinn General Motors (GM) innkallaði í dag 1,2 milljónir bíla vegna meints galla í rafeindabúnaði í stýrisgangi sem talinn er skýra 30 óhöpp.

Um er að ræða pallbíla og jeppa í Norður-Ameríku af árgerðinni 2015. Þar af 1.015.918 í Bandaríkjunum, eða 450.711 eintök af Chevrolet Silverado, 109.151 af gerðinni GMC Yukon, 186.083 af gerðinni GMC Sierra LD, 45.270 Cadillac Escalade, 79.505 Chevrolet Suburban og 145.198, auk  Chevrolet Tahoe (145.198).

Gallinn lýsir sér í því að hann getur fyrirvaralaust valdið því að stýrisvörnin fari af, samkvæmt upplýsingum þjóðvegaöryggisstofnunarinnar NHTSA. 

mbl.is