Transit rokselst

Ford Transit Custom rennur út eins og heitar lummur.
Ford Transit Custom rennur út eins og heitar lummur.

Ford var söluhæsta fólksbílamerkið í Bretlandi í nýliðnum október en það sem meiri athygli vekur, er að þriðji söluhæsti bíllinn frá áramótum er létti sendibíllinn Ford Transit Custom.  

Velgengni Transit á sinn þátt í að Ford nýtur 33,2% hlutdeildar í breska atvinnubílamarkaðinum. Er það meira en tveggja prósentustiga aukning og rúmlega tvöfalt stærri skerfur en næsti bílsmiður nýtur, Volkswagen.

Þá er Transit, þar á meðal fólksbíllinn Tourneo Custom, þriðji söluhæsti bíll Bretlands frá áramótum, með tæplega 52.000 eintök seld frá janúarbyrjun til októberloka.

Aðeins Ford Fiesta og Volkswagen Golf línan eru söluhærri en Transit Custom. Af Fiesta eru farin 84.980 eintök og 55.927 af Golf.

mbl.is