Nýr og enn öflugri Porsche 911 frumsýndur

Hinn nýi 911 Carrera er kröftugur á að líta.
Hinn nýi 911 Carrera er kröftugur á að líta.

Tímamót verða hjá Porsche a bílasýningunni sem hefst í dag í  Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Þar eru frumsýndir nýir 911 Carrera S og Carrera 4S, sem er verðugir fulltrúar áttundu kynslóðar 911-bílanna.

„Hann fetar sem fyrr sinn einstaka línudans og setur enn og aftur ný viðmið varðandi fágaðan sportleika. Auðþekkjanlegt Porsche erfðaefnið í hönnun leynir sér ekki, útlitið orðið enn kraftalegra en áður og innréttingin skartar 10,9 tommu snertiskjá,“ segir í tilkynningu.

Þar segir af skynvæddum stillingum og undirvagnsstýringu ásamt akstursstillingum, sem sagðar eru sameina góða aksturseiginlega sem hinn klassíski sportbíll er dáður fyrir.

Þá skartar nýi 911-bíllinn nýju stoð- og hjálparkerfi, svonefndum blautham er eykur akstursöryggi á blautu undirlagi. Einnig nætursýn með infrarauðri hitamyndavél.

Næsta kynslóð af sex strokka vél forþjöppu er enn háþróaðari og kraftmeiri en áður hefur þekkst. Er vél nýja 911-bílsins heil 450 hestöfl. Hagkvæmni hennar hefur verið aukin með nýrri hönnun á innspýtingarkerfi og staðsetningu túrbína og millikæla. Öllum þessum hestöflum er svo komið niður í götuna með nýrri hönnun tvíkúplaðs átta hraða gírkassa.

Hið mikla vélarafl 911 Carrera S og 911 Carrera 4S skilar sér í því að báðir komast í hundraðið úr kyrrstöðu á innan við fjórum sekúndum. Sá afturdrifni á 3,7 sekúndum en sá fjórhjóladrifni á 3,6 sek. Er það 0,4 sekúndum snarpar en á forveranum. Enn frekari hröðun má ná með Sport Chrono pakkanum, en þá styttist tíminn um 0,2 sekúndur.

Hámarkshraði Carrera S bílsins er uppgefinn 308 kílómetrar á klukkustund og 306 km/klst á Carrera 4. Loks hefur tekist að lækka eldsneytisnotkun,  en uppgefin notkun Carrera S er 8,9 lítrar á 100 km en 9,0 lítrar í tilviki Carrera 4.

Hinn nýi 911 Carrera er kröftugur á að líta.
Hinn nýi 911 Carrera er kröftugur á að líta.
Vinnuaðstaða ökumanns í hinum nýja 911 Carrera er eins og ...
Vinnuaðstaða ökumanns í hinum nýja 911 Carrera er eins og best verður á kosið.
Hinn nýi 911 Carrera er kröftugur á að líta.
Hinn nýi 911 Carrera er kröftugur á að líta.
mbl.is