Audi fjárfestir í rafbílasmíði

Rafbíllinn Audi e-tron rafbíllinn var nýlega frumsýndur.
Rafbíllinn Audi e-tron rafbíllinn var nýlega frumsýndur.

Lúxus- og sportbílasmiðurinn Audi hefur ákveðið að skrúfa upp tempóið í þróun og smíði rafbíla.

Boðar Audi fjárfestingar í þessu skyni upp á 14 milljarða evra á fimm ára tímabili, 2019 til 2023.

Bram Schot starfandi forstjóri Audi segir að ætlunin sé að fókusera enn betur en áður á rannsóknar- og þróunarstarf vegna rafrænna farartækja. Fram til ársloka 2025 boðar hann 20 ný rafbílamódel úr smiðjum Audi, þar af verður helmingurinn hreinir rafbílar.

mbl.is