Góð launahækkun

Audi A6 Avant af 2019 árgerð á bílasýningu í Bangkok …
Audi A6 Avant af 2019 árgerð á bílasýningu í Bangkok í Thaílandi skömmu fyrir jól. AFP

Starfsmenn bílsmiðju Audi í Ungverjalandi uppskáru góða launahækkun með því að leggja niður störf.

Verkfallið endaði með nýjum samningi sem fól í sér 18% launahækkun starfsmannanna.

Er þetta hlutfallslega mesta kauphækkun sögunnar í kjarasamningum í Ungverjalandi.

Niðurstaðan þykir til marks um tvennt. Annars vegar vaxandi erfiðleika á að ná í sérhæft vinnuafl í bílsmiðjurnar. Og hins vegar hversu háðir vestur-evrópskir bílsmiðir eru „ódýru“ vinnuafli í austri.

mbl.is