Rexton frumsýndur á Akureyri

SsangYong Rexton er kominn til Akureyrar og bíður gesta sinna ...
SsangYong Rexton er kominn til Akureyrar og bíður gesta sinna hjá Bílaríki í Glerárgötu á morgun, laugardag.

Rexton, nýi lúxusjeppinn frá SsangYong, verður frumsýndur Norðlendingum á morgun, laugardag, á Akureyri.

Í tilkynningu frá Bílabúð Benna, umboðsaðila SsangYong á Íslandi, kemur fram að landsmenn hafi tekið jepanum vel og deili almennt skoðunum þeirra gagnrýnenda sem völdu hann 4X4-jeppa ársins.

„Við finnum fyrir miklum áhuga fyrir verðlaunajeppanum Rexton og nú vorum við að fá þær ánægjulegu fréttir að hann hafi aftur toppað í samanburði á fjórhjóladrifnum jeppum og hlotið vegtylluna „Best Value“ öðru sinni, hjá 4X4 Magazine“, segir Gestur Benediktsson, sölustjóri hjá Bílabúð Benna, í tilkynningunni.

„Við hlökkum því til að frumsýna Norðlendingum Rexton á laugardaginn. Nú er akkúrat veðrið og færðin til að sannreyna kosti þessa stórglæsilega jeppa frá SsangYong.“

Frumsýningin á Akureyri fer fram í Bílaríki, Glerárgötu 36, milli kl. 12 og 16.

mbl.is