Aftur útnefndur „bestu kaupin“

SsangYong Rexton.
SsangYong Rexton.

Kóreski jeppinn SsangYong Rexton gerir það ekki endasleppt. Hefur hann endurtekið leikinn frá í fyrra og aftur verið valinn „bestu kaupin“ af bílablaðinu 4x4 Magazine.

Bílabúð Benna frumsýndi Rexton í byrjun árs og hefur honum verið vel tekið. Er fyrsta sendingin uppseld og næsta sending er væntanleg í lok febrúar.

„Í millitíðinni erum við að fá fólk í reynsluakstur á þremur stöðum á landinu, hér á Krókhálsinn, á Njarðarbraut í Reykjanesbæ og hjá Bílaríki, Glerárgötu Akureyri. Nú er sko akkúrat færðin til að skreppa í bíltúr í SsangYong Rexton,“ segir Gestur Benediksson, sölustjóri hjá Bílabúð Benna, í tilkynningu.

mbl.is