Þurfa átta ára þolinmæði

Þessir nýju kínversku bílar eru á leið úr landi í …
Þessir nýju kínversku bílar eru á leið úr landi í borginni Lianyungang austast í Kína. Á sama tíma og Kínverjar herða að bílasölu heimafyrir auka þeir á útflutning bíla. AFP

Til að takast á við vaxandi loftmengun hafa kínversk yfirvöld sett á takmarkandi kvóta á nýskráningar bíla þar í landi.

Þessar takmarkanir á bílakaup og sölu ná meðal annars til svonefndra nýorkubíla sem eru þó ekki mengunarlosandi.

Þannig verður aðeins heimilt að selja 60.000 nýorkubíla í Kína í ár og fyrir eru 400.000 manns á biðlistum eftir skráningu nýrra bíla sinna. Það má því ljóst vera, að þessi hópur þurfi á mikilli þolinmæði að halda. Miðað við hraðann í kerfinu og nýju takmarkanirnar hefur verið reiknað út, að sá sem pantar nýorkubíl í Kína í dag fái ekki komið honum á götuna og notið hans fyrr en eftir átta ár.

mbl.is