Opel aftur til Rússlands

Opel Grandland X er til margra verkefna úrræðagóður.
Opel Grandland X er til margra verkefna úrræðagóður.

PSA Peugeot-Citroen samsteypan er að leggja upp í útrás, bæði til austurs og vesturs.

Peugeot er að hefja innreið í Bandaríkin og Citroen undirbýr strandhögg i Inlandi hörðum höndum.

Loks er Opel aftur á leið til sóknar á Rússlandsmarkaði með þrjú módel. Zafira Life og Vivaro sem smíðaðir verða í bílsmiðju PSA í Kalúga og Grandland X sem smíðaður verður í bílsmiðju Opel í Eisenach.

Opel hvarf af Rússlandsmarkaði er bandaríski bílrisinn General Motors dró sig þaðan út árið 2015 og hætti samstarfi við rússnesku bílsmiðina GAZ og  Avtotor. Í millitíðinni keypti Citroen Opel.

mbl.is