Stressandi skoðun

Rúmlega annar hver bíleigandi fer með bíl sinn í ástandsskoðun ...
Rúmlega annar hver bíleigandi fer með bíl sinn í ástandsskoðun með hnút í maganum.

Rúmlega helmingur ökumanna fer taugastrekktur með bíl sinn í reglubundnar ástandsskoðanir, ef marka má nýja könnun í Bretlandi. Og spurningin er hvort samskonar niðurstaða myndi ekki verða í rannsókn hér á landi.

Í ljóst kom að 59% bíleigenda leið óþægilegt stress á leið á skoðunarstöðvar, samkvæmt könnuninni sem gerð var fyrir tryggingafélagið Co-op Insurance og náði til 2001 bíleigenda.

Fimmtungurinn (20%) lýstu skoðuninni sem „þjarki og of mikilli fyrirhöfn“. Álíka stór hópur (19%) sögðu að þeir hafi átt í erfiðleikum með  að finna stund til að fara með bíl sinn í skoðun.

Í Bretlandi verður að mæta með bíl í ástandsskoðun þegar hann hefur verið í umferðinni í þrjú ár fránýskráningu og síðan á 12 mánaða fresti eftir það.

mbl.is