Fallegastur frá Eistlandi

Nobe endurspeglar anda liðinna tíma.
Nobe endurspeglar anda liðinna tíma.

Einn var sá bíll á Gefnarsýningunni sem dró til sín gesti eins og flugur á mykjuskán. Var hann í smærra lagi, smíðaður í Eistlandi, endurskapaður rafbíll í anda bíla frá fyrri tíð.

Hér er um að ræða Nobe 100, þriggja hjóla og þriggja sæta bíl með 210 kílómetra drægi á fullri rafhleðslu. Hann er þeirrar náttúru að uppfæra má hann og endurvinna. Fer því ekkert úr honum á haugana, telst hann því sjálfbær.

Takmark bílsmiðanna er að vekja fólk til vitundarvakningar og annarrar sýnar á bíla og ferðalög. Nobe er það allt; smíðaður úr smörtu efni og hleðslumálin leyst með lekkerri handtösku til að bera geyminn í inn í hús til hleðslu.

Reiknað er með að Nobe 100 komi á götuna síðsumars en eintakið mun kosta um 37.000 evrur, jafnvirði um 4,9 milljóna króna. Sá bíll verður með 210 km drægi og 110 km/klst topphraða. Tíu þúsund evrum meira þarf að borga vilji kaupandinn Nobe 100 GT-útgáfuna og njóta 260 km drægis og 139 km/klst topphraða hennar.

Þar er verið að tala um annað hvort 54 eða 72 kílóvött afls (72 eða 98 hestöfl) og fjögurra og fimm kílóvattstunda rafgeyma. Sjálfstæður rafmótor verður á hverju hjóli. Alls mun bíllinn vega 590 kíló og þakið má fyrirhafnarlítið taka af báðum fyrirhuguðum gerðum bílsins Nobe 100.

agas@mbl.is

Nobe endurspeglar anda liðinna tíma.
Nobe endurspeglar anda liðinna tíma.
Nobe endurspeglar anda liðinna tíma.
Nobe endurspeglar anda liðinna tíma.
Nobe endurspeglar anda liðinna tíma.
Nobe endurspeglar anda liðinna tíma.
Nobe endurspeglar anda liðinna tíma.
Nobe endurspeglar anda liðinna tíma.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: