Öryggiskerfi Subaru besta nýsköpunin

Nýr örygisbúnaður í Subaru Forester er talin bests nýsköpun ársins …
Nýr örygisbúnaður í Subaru Forester er talin bests nýsköpun ársins á öryggissviði.

Samband kanadískra bílablaðamanna, AJAC, hefur útnefnt nýjan öryggisbúnað í Subaru Forester sem bestu nýsköpun ársins á öryggissviði.

Búnaðurinn nefnist „Subaru DriverFocus Distraction Mitigation System“ og er ætlaður til að auðvelda ökumanni að takast á við ýmsar truflanir sem fylgja akstri og einnig til að vekja athygli hans skynji búnaðurinn þreytumerki í fari ökumanns til að draga úr líkum á óhappi.

„Kerfið er ný viðbót við öryggiskerfið EyeSight sem Subaru þróaði og hefur margsinnis verið verðlaunað fyrir að vera það besta á markaðnum í dag. Nýi búnaðurinn notar andlitsgreiningu til að fylgjast með athygli ökumanns og bera kennsl á þreytumerki sem benda til þess að ökumaður ætti að taka sér stutta hvíld frá akstri,“ segir í tilkynningu.

mbl.is