Óvenjulegt farartæki í New York

TWA flugvélin fer um Times torgið í New York.
TWA flugvélin fer um Times torgið í New York.

Þótt margt gerist í frægustu borg Bandaríkjanna, New York, þá telst það fremur óvenjuleg sjón að sjá farþegaflugvélar á götum borgarinnar.

Er ljósmyndari mætti  á vettvang fór um Times torgið fræga endursmíðaða flugvél af gerðinni Lockheed Constellation frá árinu 1958. Þessar flugvélar gengu manna  á meðal undir nafninu „Connie“.

Ferðalag hennar um miðborg New York var liður í tökum kvikmyndar um flugmiðstöð TWA-félagsins á Kennedyflugvelli sem reist var 1962 en breytt nýlega í  hótel TWA. Verður það opnað verður fyrir gesti 15. maí næstkomandi.

mbl.is