Þrjú módel Subaru best

Subaru Crosstrek.
Subaru Crosstrek.

Þrjú módel Subarubíla eru bestu bílarnir hvert í sínum flokki, að mati bandaríska bílavefsins  Edmunds, sem leiðbeinir milljónum notenda í bílahugleiðingum með hagnýtum ráðum.

Ástæðan sem gefin er upp fyrir valinu er hve vel bílarnir halda verðgildi sínu fyrstu fimm árin. Verðlaun Edmunds eru hönnuð til aðstoðar fyrir einstaklinga í bílahugleiðingum þannig að þeir geti tekið sem upplýsasta ákvörðun áður en gengið er frá kaupum á notuðum bíl, að því er segir í tilkynningu.

Að þessu sinni var Subaru Impreza útnefndur besti litli fólksbíllinn, Crosstrek (XV í Evrópu) sá besti í flokki minni jepplinga og WRX besti ofursportbíllinn.

mbl.is