Fallegur Ducatifákur

Dukati Diavel 1260.
Dukati Diavel 1260.

Mótorhjól eru verðlaunuð fyrir hönnun og útlitsfegurð eins og bílar, meðal annars hjá „Red Dot“ verðlaununum svonefndu.

Þar á bæ hrifust menn af nýju Ducati Diavel 1260 hjóli og völdu það „best af þeim bestu“ í flokki raðsmíðaðra mótorhjóla, sem eru einhver álitsmestu viðurkenningar sem hægt er að hljóta fyrir hönnun. 

Red Dot hönnunarviðurkenningarnar hafa verið veittar árlega frá árinu 1955 og margur verðugur gripurinn hampað hnossinu. Í ár skoðaði alþjóðleg 40 mann dómnefnd færustu sérfræðinga rúmlega 5.500 mótorhjól áður en hún kvað upp úrskurð sinn.

Diavel 1260 er þriðja hjólið frá fyrirtækinu í Bologna á Ítalíu sem hampar Red Dot verðlaunum. Hin voru 1199 Panigale árið 2013 og XDiavel S árið 2016.

Diavel 1260 er með Testastretta DVT 1262 vél sem býr yfir 159 hestöflum.

Red Dot hönnunarviðurkenningarnar verða afhentar 8. júlí næstkomandi í Aalto-höllinni í Essen í Þýskalandi að viðstöddum 1.200 gestum.

Dukati Diavel 1260.
Dukati Diavel 1260.
Dukati Diavel 1260.
Dukati Diavel 1260.
mbl.is