Nýr Macan vekur athygli

Nýr Porsche Macan var frumsýndur hjá Bílabúð Benna nýlega.
Nýr Porsche Macan var frumsýndur hjá Bílabúð Benna nýlega.

Um síðustu helgi frumsýndi Bílabúð Benna, umboðsaðili Porsche á Íslandi, hinn
nýja Porsche Macan.

„Frumsýningargestir voru í góðum gír enda lék veðrið við veislugesti sem og hinn glæsilega nýja Macan frá Porsche. Allt frá því að Macan var frumsýndur á Íslandi hefur hann notið mikillar velgengi og vinsælda,“ segir Thomas Már Gregers, sölustjóri Porsche á Íslandi, í tilkynningu.

„Útlit hins nýja Macan er enn sportlegra en áður, bíllinn er léttari, nýjar vélar í boði og staðalbúnaður enn ríkulegri en áður, en sjón er sögu ríkari,“ segir Thomas Már.

mbl.is