Vélmennin leggja bílunum betur

Vélmennið Stan dregur hér bíl á leið í stæði á …
Vélmennið Stan dregur hér bíl á leið í stæði á flugvellinum í Lyon í Frakklandi. Þetta er einn fárra þjóna sem ekki þarf að gauka þjórfé að.

Til mikilla bóta væri ef vélmenni í hlutverki þjóna á bílastæðum fengju að leggja bílum á stórum stæðum, eins og til dæmis við flugvelli.

Slíkir þjónar hafa verið teknir í notkun á næststærsta flugvelli Frakklands og er árangurinn ótvíræður. Vélmennin geta lagt í öll auð stæði og þar á meðal þau sem ökumenn hefðu ekki getað farið inn í.

Við þetta nýtast vallarstæðin mun betur en ef mannshöndin kæmi nálægt starfinu. Fullyrt er að vélmennið, sem nefnt er Stan, nýti plássið 50% betur, þ.e. kemur helmingi fleiri bílum í stæði en mannshöndin.

Á bak við þessa nýjung er franska fyrirtækið Stanley Robotics og reið það á vaðið með fullri þjónustu hinna vélrænu stæðisleggjara á Saint Exupery-flugvellinum í Lyon. Fleiri flugvellir munu fylgja í kjölfarið.

Kerfið virkar þannig að bíleigendur á leið í ferðalag leggja bíl sínum í sérstök stæðaskýli við komuna til flugvallar. Þar eru bílarnir skannaðir í bak og fyrir til að staðfesta tegund þeirra og módel. Eitt af vélmennunum, sem eru í raun sjálfeknir gaffallyftarar, ekur inn í skýlið og rennir pallsplötu undir bílinn, lyftir honum upp og fer með hann og leggur í laust stæði. Varðveitir vélmennið í minni sínu upplýsingar um ferðalag eigandans og nýtir þær til að ákveða hvar á stæðunum bílnum skuli lagt. Þetta býður meðal annars upp á tímasparnað fyrir farþega sem þurfa ekki að verja tíma í leit að bílastæði.

Stanley Robotics hefur gert tilraunir með þetta kerfi á flugvöllunum í Düsseldorf og á Charles De Gaulle-flugvellinum við París. Einnig eru prófanir á Gatwick-flugvellinum við London á dagskrá í ár.

agas@mbl.is

Vélmennið Stan bakka hér bíl í stæði á flugvellinum í …
Vélmennið Stan bakka hér bíl í stæði á flugvellinum í Lyon í Frakklandi.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: