Löggan fékk 13 Konur

Lögreglumenn í St. Gallen við einn rafbílanna.
Lögreglumenn í St. Gallen við einn rafbílanna.

Lögreglan í svissnesku kantónunni St. Gallen tók á dögunum í notkun þrettán nýja rafbíla af gerðinni Hyundai Kona EV.

Fimm bílanna verða í þjónustu einkennisklæddra lögreglumanna við skyldustörf. Hinir verða notaðir í almennum störfum starfsmanna embættisins.

„Stjórn lögreglunnar í St. Gallen velti því vandlega fyrir sér hvort 100% rafbíll gæti uppfyllt þarfir starfsmanna embættisins, ekki síst lögreglumanna við skyldustörf. Eftir vandlega greiningu var settur saman kröfulisti um þau atriði sem rafbíll yrði að uppfylla ef taka ætti rafbíla í notkun hjá embættinu og var Kona EV sá eini sem uppfyllti kröfurnar,“ segir í tilkynningu.

Kraftur, drægi og verð

<p>Meðal þess sem gerð var krafa um í útboðslýsingunni var að bíllinn hefði nægilegan kraft og snerpu. Kona EV skilar 204 hestöflum, nær 100 km hraða á 7,6 sekúndum og nær allt að 194 km hraða á klst. Þá þurfti rafbíllinn að hafa mikið drægi og það gerir Kona einmitt, en honum má aka allt að 449 kílómetra á hleðslunni. Þá var gerð krafa um innkaupsverð undir 50 þúsundum svissneskra franka.</p>
Fimm Hyundai Kona lögreglurafbílar við lögreglustöðina í St. Gallen í …
Fimm Hyundai Kona lögreglurafbílar við lögreglustöðina í St. Gallen í Sviss.
Hyundai Kona rafbíll lögreglunnar í St. Gallen í Sviss..
Hyundai Kona rafbíll lögreglunnar í St. Gallen í Sviss..
mbl.is