Kia kynnir nýjan XCeed

XCeed hefur mikið innanrými, bæði fyrir farþega og farangur.
XCeed hefur mikið innanrými, bæði fyrir farþega og farangur.

Kia kynnir til leiks nýjan og sporlegan XCeed. Um er að ræða nýjan bíl frá grunni sem suður-kóreski bílaframleiðandinn mun heimsfrumsýna 26. júní nk.

XCeed er svonefndur crossover bíll með afturhallandi þaki, sportlegur í útliti og með farangursrými sem er sambærilegt og bílar í jepplingaflokki.

XCeed er rúmgóður að innan og hærri en venjulegur fólksbíll. Aðgengi í bílinn er því gott bæði fyrir ökumann og farþega. Ökumaður situr hærra en í fólksbíl og hefur því gott útsýni yfir veginn.

XCeed verður fyrst fáanlegur með bensínvél en mun einnig bjóðast í Plug-in Hybrid útfærslu á næstu misserum.

Emilio Herrera, framkvæmdastjóri hjá Kia Motors í Evrópu, segir XCeed vel heppnaðan í hönnun. „Að okkar mati hefur tekist mjög vel til með þennan nýja bíl. Hann er sportlegri í útliti með coupe laginu og meira spennandi en margir stærri jepplingar á markaðnum. XCeed hefur mikið innanrými bæði fyrir farþega og farangur sem gerir hann einnig praktískan,“ segir hann.

mbl.is