Kalla e-tron inn á verkstæðin

Hreini rafbíllinn Audi e-tron.
Hreini rafbíllinn Audi e-tron. AFP

Það er sennilega verst fyrir álitið en fyrstu hreinu rafbílar Audi, e-tron, hafa verið innkallaðir.

E-tron kom á götuna fyrr í ár og nær innnköllunin til allra sem seldir hafa verið, eða um 7.000 bíla. Þar af eru 2.300 í Þýskalandi.

Bílunum er nú stesfnt inn á verkstæði til að laga vatnsleka, sem talinn er ella geta valdið vandamál í orkupakka bílsins, rafgeyminum.

mbl.is