Ný og spræk Supra

Hin nýja Toyota Supra GR
Hin nýja Toyota Supra GR

Toyota GR Supra er stutt og breið, lág og létt þrátt fyrir bústnar línur. Nútíma sportbíll þótt forskriftin sé gamaldags.

Sex strokka hverfilblásin vélin er framan í bílnum undir löngu húddi. Skilar hún 340 hestöflum og 500 Nm togi er dugar til að koma bílnum úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 4,2 sekúndum. Hámarkshraði er 250 km/klst.

Undir afturhallandi þakinu eru aðeins sæti fyrir tvo. Setið er lágt og er drif bara á afturhjólunum.   

GR stendur fyrir Gazoo Racing, mótorsportsdeild Toyota. Bíllinn á sér eineggja tvíburabróður í BMW Z4. Á yfirborðinu sýnast þeir ólíkir en annað á við um allt undir yfirbyggingunni, þar eru þeir nánast eins. Kaupendur að bíl þessum fá sín fyrstu eintök með sumrinu. Verðmiðinn mun vera tæpar 14 milljónir króna.

Lengi hefur verið beðið eftir fimmtu kynslóð Supra og voru margir orðnir vonlitlir er frumburður hennar birtist á bílasýningunni í Detroit í Bandaríkjunum í janúar sl.  Að baki bílnum er rúmlega hálfrar aldar saga einstakra sport- og GT-bíla frá Toyota. Hin nýja Supra verður fáanleg í þremur útgáfum, 3,0 og 3,0 Premium og síðast en ekki síst Launch Edition sem byggir á 3,0 útgáfunni.

Hin nýja Toyota Supra GR
Hin nýja Toyota Supra GR
Hin nýja Toyota Supra GR
Hin nýja Toyota Supra GR
Hin nýja Toyota Supra GR
Hin nýja Toyota Supra GR
mbl.is